App fyrir ferðaþjónustu
Við gerum þér kleift að birta í síma staðtengdar hljóðleiðsagnir og ratleiki.
Birtu í okkar appi eða þínu eigin sérmerkta appi
Dæmi um viðskiptavini með sérmerkt öpp

Nature Play WA eru félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að og styðja það sem þau kalla náttúruleik, það er óskipulagðan leik barna utandyra til að efla heilsu, vellíðan og hamingju. Hlutverk samtakanna er fyrst og fremst að breiða út boðskap náttúruleiksins.
Stór hluti af starfi Nature Play WA felst í samstarfi við stjórnvöld, sveitarfélög og samfélagshópa sem vilja efla náttúruleik og samþætta hann nærumhverfi barna. Samtökin hafa um árabil staðið fyrir fjölbreyttum viðburðum og dagskrám þar sem börn fá tækifæri til að leika sér frjálslega í náttúrunni.
Þegar COVID-19 heimsfaraldurinn stóð sem hæst árið 2020 urðu þessi hefðbundnu, skipulögðu stórviðburðir óframkvæmanlegir. Nature Play WA stóð þá frammi fyrir þeirri áskorun að finna nýjar leiðir til að ná til barna og fjölskyldna, án þess að kalla saman stóran hóp fólks á sama stað og tíma.
Í kjölfarið höfðu þau samband við okkur hjá Locatify, og í sameiningu var þróað sérmerkt app undir heitinu Play Trails. Þar nýtir Nature Play WA umsjónarkerfi Locatify til að búa til gagnvirka ratleiki sem hvetja börn og fjölskyldur til hreyfingar, könnunar og leiks.
Leikirnir fara fram utandyra með GPS-staðsetningu eða innandyra með gólfkortum og blátannasendum. Með þessari lausn varð mögulegt að bjóða upp á örugga, sveigjanlega og aðgengilega upplifun, og um leið opna nýjar leiðir til að efla leik, sköpun og tengingu barna við umhverfi sitt.
Safnahúsið í Reykjavík tilheyrir Listasafni Íslands. Þar gefst gestum kostur á að kynnast gersemum úr stærsta listasafni landsins og upplifa íslenska myndlist á lifandi og aðgengilegan hátt.
Safnahúsið vildi efla þjónustu við þá sem heimsækja safnið á eigin vegum og skapa nýja leið til að miðla fræðslu með leik. Lausnin var samstarf við Locatify, þar sem þróað var gagnvirkt ratleikjaapp fyrir sýningu sem hentar jafnt börnum sem fullorðnum. Appið byggir á lausnum Locatify og var sérsniðið að vörumerki Listasafns Íslands.
Í appinu eru notaðir BLE-blátannasendar sem kveikja sjálfkrafa á áskorunum þegar gestir nálgast listaverk. Með leikjavæddri nálgun læra notendur um listaverkin og hugmyndirnar að baki þeim í gegnum spurningar, myndaverkefni, teikniáskoranir og púsluspil. Rétt svör og kláruð verkefni gefa stig.
„Ratleikurinn breytir upplifun gesta, safnheimsóknin verður að skemmtilegum hugarleik sem opnar augu fólks fyrir töfrum listarinnar,“ sagði Ásthildur Jónsdóttir, verkefnastjóri Safnahússins.


Gamescape er í Kraków í Póllandi, fyrirtækið sérhæfir sig í flóttaleikjum og leikjavæddum upplifunum sem sameina afþreyingu, frásagnarlist og fræðslu. Markmið fyrirtækisins er að vekja forvitni með ævintýrum sem tengja fólk við menningu og sögu.
Gamescape sá að hefðbundnar leiðsagnir höfðu sífellt minna aðdráttarafl, sérstaklega fyrir yngri og tæknivædda gesti sem gera kröfu um sjálfstæði og gagnvirkni.
Lausnin varð EscapeCity, gagnvirkt útileikjaapp byggt á lausnum Locatify. Appið býður upp á flóttaleik í borgum með GPS-leiðsögn, leikjavæddri frásögn og fjölbreyttum verkefnum. Notendur leysa þrautir, svara spurningum og taka þátt í skapandi áskorunum á meðan þeir kanna umhverfi sitt.
EscapeCity hefur verið nýtt í verkefnum á borð við On the Trail of Our Airport’s History, í tilefni 60 ára afmælis Balice-flugvallar, og The Mystery of the Lost Painting, í safnaheimsóknum.
„Þetta er sveigjanleg tækni sem umbreytir því hvernig ég bý til borgarleiki og upplifanir,“ sagði Magdalena Budek, varaforseti Gamescape.
Listasafn Reykjavíkur starfrækir sýningar og verkefni á þremur stöðum í Reykjavík. Safnið annast jafnframt um það bil 200 listaverk í borginni og gegna þau mikilvægu hlutverki menningar í umhverfi Reykjavíkur.
Safnið stóð frammi fyrir þeirri áskorun að skapa aðgengilega, heildstæða og notendavæna leið til að kynna öll þessi listaverk fyrir almenningi, jafnt heimamönnum sem gestum borgarinnar.
Í samstarfi við Locatify var þróað sérmerkt, leiðsagnarapp með kortum og GPS-staðsetningu. Appið inniheldur yfir 200 áhugaverða staði sem birtast bæði á korti og í lista. Notendur geta auðveldlega ratað að hverju listaverki, nálgast fróðleik og skoðað ítarefni, eða valið sér skipulagðar gönguleiðir og leiki til að dýpka þekkingu sína á listinni í borgarrýminu.
„Samstarfið við Locatify var afar ánægjulegt. Lausnin var sveigjanleg, vinnulagið skýrt og samskiptin góð. Appið gerði okkur kleift að gera list í almenningsrými aðgengilega á nýjan og lifandi hátt,“ sagði teymi Listasafns Reykjavíkur.


Sea to Sky Fire & Ice Geopark er fjalllendi í British Columbia í Kanada. Jarðvangurinn býður upp á stórfenglega náttúru og jarðsögu.
Samtökin vildu búa til einfalt og notendavænt leiðsagnarapp sem leyfir gestum að kanna jarðvanginn, læra um umhverfið og njóta upplifunar í náttúrunni. Lausnin byggir á sérsniðu forriti og umsjónarkerfi Locatify, sem gerir stjórnendum kleift að breyta efni hvenær sem er, bæta við upplýsingum, kortum og stöðum.
Appið virkar óháð nettengingu eftir að efni hefur verið niðurhalað, notar GPS til að kveikja á staðbundnum upplýsingum og býður upp á leikjavædda upplifun með stigum, spurningum og keppni. Gestir geta fundið helstu þjónustu og skoðað áhugaverða staði bæði á lista og korti.
„Appið gerir okkur kleift að vera sveigjanleg, uppfæra efni hratt og skapa dýnamíska upplifun,“ sagði Steve Quane, yfirmaður jarðfræðideildar.
Hvernig virkar þetta?
Locatify Builder®, vefkerfi í skýinu
Locatify Builder er vefkerfi í skýinu sem gerir þér kleift að búa til leiki og leiðsagnir og uppfæra efni og staðsetningar hvenær sem er.
Fyrir verkefni utanhúss setur þú einfaldlega pinna á stað á korti þar sem þú vilt virkja efni, eins og hljóð, myndir, myndbrot, texta og áskoranir. Þegar notandinn fer inn á svæðið virkjar appið sjálfkrafa innihaldið með aðstoð GPS tækni.
Í verkefnum innanhúss er hægt að styðjast við blátannasenda (BLE beacons) til að virkja efnið í appinu, eða Ultra-Wideband tækni fyrir verkefni sem krefjast mikillar nákvæmi. Einnig er hægt að láta stöðvarnar með efninu birtast í appinu, sem notandi getur opnað með því að smella á heiti þeirra.
Hægt er að gefa leiðsagnir út í Locatify Smartguide og ratleiki í Turfhunt öppunum eða fá sérmerkt app í App eða Play Store.
Margskonar áskoranir
Tegundir áskorana: Minnisleikir (þrjú erfiðleikastig), fjölvalsspurningar, opnar og lokaðar skriflegar spurningar og mismunandi gerðir af ljósmynda-, vídeó- og teikniáskorunum. Hægt er að nota vísbendingar, leiðbeiningar og aðra leikjaþætti til að hafa áhrif á niðurstöður leikjanna og virkja fleiri gerðir af leikjum.
Staðsetningartækni eða handvirk virkjun
Ratleikir og leiðsagnir nota staðsetningartækni til að virkja áskoranir og efni á réttum stöðum (GPS utanhúss og BLE beacons eða UWB innanhúss), eða handvirka virkjun.
Ýmis konar efni og merkingar
Öppin styðja hljóð, texta, myndir og myndbrot og efni getur verið sérsniðið enn frekar með HTML5/CSS. Hægt er að merkja leiðsagnir, leiki og einstaka punkta með lógóum, myndum, litum og sniðmátum.
Margar leikjastillingar
Leikir geta verið tímabundnir eða stigatengdir, með mörgum eða bara einum leikmanni.
Í stigatengdum leikjum er stigum úthlutað eftir því hvort leikmenn hafi fundið ákveðnar staðsetningar eða klárað áskoranir, og leikstjórnendur geta breytt stigum handvirkt eftir leikinn.
Þar sem fleiri spila saman er hægt að nota stigatöflu en einnig getur einn leikmaður spilað sjálfur án nettengingar og stigatöflu.
Fjöldi tungumála
Auðvelt er að bæta við áskorunum og efni á mörgum tungumálum, sem bætir aðgengi og gerir notendum kleift að hlusta, horfa á eða lesa lýsingar á ýmsum tungumálum.
Útgefandi leiksins ber ábyrgð á að þýða efni á þau tungumál sem valin eru.
Tungumálin sem studd eru fyrir efni auk íslensku eru: Hljóðlýsing fyrir sjónskerta, kínverska, króatíska, tékkneska, danska, hollenska, enska, esperantó, eistneska, færeyska, finnska, franska, þýska, þýsku táknmál, ítalska, japanska, kóreska, lettneska, lúxemborgíska, norska, pólska, portúgalska, rússneska, sænska, spænska, slóvenska, tyrkneska, úkraínska.
Viðmótið er fáanlegt á eftirfarandi tungumálum: ensku, íslensku, norsku, þýsku, ítölsku, dönsku, spænsku, hollensku, sænsku, litháísku og portúgölsku.
Við erum stöðugt að bæta við fleiri tungumálum.
Þú stjórnar hvernig notendur nálgast efnið
Þú getur haft leiðsagnir og ratleiki sýnilega í appinu svo hver sem er geti nálgast, eða notað boðskóða eða QR kóða til að veita notendum aðgang að efni.
Ef þú átt sérmerkt app getur þú haft efnið frítt eða selt aðgang með “in-app purchases” eða í gegnum eigin heimasíðu eða bókunarkerfi.
Utan netsambands
Leiðsögninni eða ratleiknum er hlaðið niður í tækið með nettengingu og er síðan hægt að nálgast án nettengingar. Í leikjum hleðst svo leikjaefni eins og myndir og stig upp þegar spilarinn tengist aftur netinu.
Verðlaunaðu spilara í ratleik og efldu samstarf við fyrirtæki
Spilarar í ratleikjum geta fengið verðlaun (titill og mynd sem þú setur inn) fyrir að finna tiltekna fjársjóðsstaði eða vinna sér inn tiltekið magn af punktum. Hægt er að vista afsláttarmiða í tæki leikmannsins sem geta verið afsláttarkóðar, gjafakort eða annað.
Myndir
Hægt er að skoða myndir frá leikmönnum í stjórnborði leikja í umsjónarkerfinu. Þú getur skoðað myndir eftir liði, áskorun eða nafni og handvirkt breytt stigum ef leikmaður hefur ekki fylgt leiðbeiningum.
Samfélagsmiðlatenging
Leikmenn geta deilt áskorunum beint úr appinu á samfélagsmiðlum og stjórnandi leiksins getur deilt stigatöflu og frá leikmönnum frá stjórnborðinu í gegnum vefkerfið.
Stigatafla
Leikmenn geta séð stigin sín og keppt á móti hver öðrum. Nettenging er nauðsynleg svo stigataflan uppfærist í rauntíma.
Gögn
Auðvelt er að nálgast gögn varðandi hversu margir hafa hlaðið niður leikjum eða leiðsögnum beint frá stjórnborðinu í vefkerfinu.
Hvað nú?
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að fá sendar frekari upplýsingar um ferlið, verðlagningu og fleira
