Dæmi um viðskiptavini

 

 

Snorrastofa er menningar- og miðaldasetur í Reykholti. Reykholt er meðal mikilvægustu sögustaða Íslands og er þekktast fyrir búsetu Snorra Sturlusonar þar á fyrri hluta 13. aldar.

Verkefnið fól í sér að búa til aðlaðandi smáforrit til að auðvelda gestum að kynnast sýningum safnsins og sögum Snorra Sturlusonar auk þess að útvega GPS-leiðbeiningar fyrir Reykholtsbæ.

Locatify bjó til Android og iOS app  og aðstoðaði við framleiðslu efnisins. Appið býður upp á ratleiki, hljóðleiðleiðsagnir og áhugaverða staði, en safnið var einnig með tímabundna hljóðleiðsögn innanhúss sem nýtti sér Ultra-Wideband tæknina. Leiðsögnin utanhúss er  innanhúss notar GPS til að virkja efni.

 

 

Nature Play WA eru félagasamtök sem þjóna því hlutverki að stuðla að og styðja það sem þau kalla náttúruleik, eða óskipulagðan leik barna utandyra, í þágu heilsuhreystis og hamingju. Hlutverk samtakanna er fyrst og fremst að breiða út náttúruleiksboðskapnum og vinna að auknu aðgengi að náttúruleikjaauðlindum og viðburðum.

Mikið af starfi Nature Play WA felst í samstarfi varðandi viðburði og dagskrár með stjórnvöldum, sveitarfélögum og samfélagshópum sem hafa áhuga á að tileinka sér náttúruleik í auknum mæli. Þegar COVID-19 heimsfaraldurinn geisaði sem hæst (2020) gat Nature Play ekki lengur haldið stóra skipulagða viðburði og þurfti að finna nýja leið til að gera hlutina.

Þau höfðu samband við okkur hjá Locatify og við bjuggum til sérmerkt app með nafninu Play Trails, þar sem félagasamtökin nota vefkerfið CMS til að búa til ratleiki. Leikirnir geta verið utandyra með GPS eða innandyra með því að nota gólfkort og valfrjálsa blátannasenda.

 

 

Locatify bjó til sérmerkt app fyrir Vestmannaeyjarbæ sem inniheldur efni frá ferðamálastofu þeirra. Appið inniheldur ítarlegan og umfangsmikinn gagnagrunn yfir þjónustu, áhugaverða staði og hljóðleiðsagnir sem nýta sér GPS til að virkja efni. Appið er tengt við staðbundið veður í rauntíma í gegnum API.

Sveitarfélagið lét Locatify í té það efni sem tengist vörumerkinu, eins og tákn fyrir App store, hleðslumynd, borða og valdi þemaliti. Appið hefur auk þess nokkur sérsniðin efnissniðmát fyrir sjávarfallatíma

Hvernig virkar þetta?

Creator CMS®, vefkerfi í skýinu

Creator CMS er vefkerfi Locatify í skýinu sem gerir þér kleift að búa til leiki og leiðsagnir og uppfæra efni og staðsetningar hvenær sem er.

Fyrir verkefni utanhúss seturðu einfaldlega pinna á stað á korti þar sem þú vilt virkja efni, eins og hljóð, myndir, myndbrot texta og áskoranir. Þegar notandinn fer inn á svæðið virkjar appið sjálfkrafa innihaldið með aðstoð GPS tækni.

Í verkefnum innanhúss er hægt að styðjast við blátannasenda (BLE beacons) til að virkja efnið í appinu, eða Ultra-Wideband tækni fyrir verkefni sem krefjast mikillar nákvæmi. Einnig er hægt að láta stöðvarnar með efninu birtast sem listi í appinu, sem notandi getur opnað með því að smella á heiti stöðvanna.

Fáanlegt í App & Play Store

Appið verður fáanlegt í App Store og Play Store og þú ræður því hvort allt efni í appinu sé frítt eða hvort þú viljir selja aðgang að einhverju efni, svosem leiðsögnum.

Margskonar áskoranir

Tegundir áskorana: Minnisleikir (þrjú erfiðleikastig), fjölvalsspurningar, opnar og lokaðar skriflegar spurningar og mismunandi gerðir af ljósmynda- og teikniáskorunum. Hægt er að nota vísbendingar, leiðbeiningar og aðra leikjaþætti til að hafa áhrif á niðurstöður leikjanna og virkja fleiri gerðir af leikjum.

Staðsetningartækni eða handvirk virkjun

Ratleikir og leiðsagnir nota staðsetningartækni til að virkja áskoranir og efni á réttum stöðum (GPS utanhúss og BLE beacons eða UWB innanhúss), eða handvirka virkjun.

Margar tegundir af efni og merkingarmöguleikum

Öppin styðja hljóð, texta, myndir og myndbrot og efni getur verið sérsniðið enn frekar með HTML5/CSS.

Hægt er að merkja leiðsagnir, leiki og einstaka punkta með lógóum, myndum, litum og sniðmátum.

Margar leikjastillingar

Leikir geta verið tímabundnir eða stigatengdir, með mörgum eða bara einum leikmanni!

Í stigatengdum leikjum er stigum úthlutað eftir því hvort leikmenn hafi fundið ákveðnar staðsetningar eða klárað áskoranir, og leikstjórnendur geta breytt stigum handvirkt eftir leikinn.

Þar sem fleiri spila saman er hægt að nota stigatöflu en einnig getur einn leikmaður spilað sjálfur án nettengingar og stigatöflu.

Fjöldi tungumála

Auðvelt er að bæta við áskorunum og efni á mörgum tungumálum, sem bætir aðgengi og gerir notendum kleift að hlusta, horfa á eða lesa lýsingar á ýmsum tungumálum.

Útgefandi leiksins ber ábyrgð á að þýða efni á þau tungumál sem valin eru.

Tungumálin sem studd eru fyrir efni auk íslensku eru: Hljóðlýsing fyrir sjónskerta, kínverska, króatíska, tékkneska, dönska, hollenska, enska, esperantó, eistneska, færeyska, finnska, franska, þýska, þýsku táknmál, ítalska, japanska, kóreska, lettneska, lúxemborgíska, norska, pólska, Portúgalska, rússneska, sænska, spænska, slóvenska, tyrkneska, úkraínska.

Viðmótið er fáanlegt á eftirfarandi tungumálum: ensku, íslensku, norsku, þýsku, ítölsku, dönsku, spænsku, hollensku, sænsku, litháísku og portúgölsku.

Við erum stöðugt að bæta við fleiri tungumálum.

Þú stjórnar hvernig notendur nálgast efnið

Þú getur haft leiðsagnir og ratleiki sýnilega í appinu svo hver sem er geti nálgast, eða notað boðskóða og QR kóða til að veita notendum aðgang að efni. Þú getur haft efnið frítt eða selt aðgang með “in-app purchases” eða í gegnum eigin heimasíðu eða bókunarkerfi.

Utan netsambands

Leiðsögninni eða ratleiknum er hlaðið niður í tækið með nettengingu og er síðan hægt að nálgast án nettengingar. Í leikjum hleðst svo leikjaefni eins og myndir og stig upp þegar spilarinn tengist aftur netinu.

Verðlaunaðu spilara í ratleik og efldu samstarf við fyrirtæki

Spilarar í ratleikjum geta fengið verðlaun (Titill og JPEG/PNG mynd) fyrir að finna tiltekna fjársjóðsstaði eða vinna sér inn tiltekið magn af punktum. Hægt er að vista afsláttarmiða í tæki leikmannsins og geta verið afsláttarkóðar, gjafakort eða annað.

Myndir

Hægt er að skoða upphlaðnar myndir frá leikmönnum í stjórnborði leikja í CMS vefkerfinu. Þú getur skoðað myndir eftir liði, áskorun eða nafni og handvirkt breytt stigum ef leikmaður hefur ekki fylgt leiðbeiningum.

Samfélagsmiðlatenging

Leikmenn geta deilt áskorunum beint úr appinu á samfélagsmiðla og stjórnandi leiksins getur deilt stigatöflu og upphlöðnu efni frá leikmönnum frá stjórnborðinu í gegnum vefkerfið.

Stigatafla

Leikmenn geta séð stigin sín og keppt á móti hvor öðrum. Internettenging er nauðsynleg svo stigataflan uppfærist í rauntíma.

Gögn

Auðvelt er að nálgast gögn varðandi hversu margir hafa hlaðið niður leikjum eða leiðsögnum beint frá stjórnborðinu í vefkerfinu.

Hvað nú?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að fá sendar frekari upplýsingar um ferlið, verðlagningu og fleira